Viðskiptahópar Highclean

Starfsmenn Highclean koma að störfum í ólíkum iðnaði, hjá hinu opinbera, bæjarfélögum og einkaaðilum. Aðferðirnar sem notaðar eru hafa þótt byltingakenndar og hagkvæmar í ljósi þess að tæknin leysir oft dýr efni og aðferðir af hólmi auk þess sem umhverfi og starfsmenn eru ekki í hættu gagnvart skaðlegum áhrifavöldum.

Leik - og Grunnskólar: - Tæknin sem Highclean býður gerir gjarnan að verkum að óþarft er að nota skaðleg hreinsiefni á þeim svæðum þar sem börn geta verið að leik.

Sjúkrahús - Skurðstofur: Hreinsun með Tornado fer fram í lokuðu kerfi - Ekkert ryk og engin sóðaskapur- Uppsetning á örfáum mínútum og hægt að ganga hratt frá verki ef þörf er á.

Veggjakrot Graffiti: Byltingarkennd tækni í baráttu við veggjakrot. Engin kemisk efni eða vatn notað. Ótrúlegur árangur.

Botnmálning hreinsuð: Tornado acs tæknin er víða notuð til þess að hreinsa gömul málningarlög, t.d. af bátum og flugvélum þar sem undirlagið getur verið sérstaklega viðkvæmt.

Gólfslípun - Terrazo - Marmari - Náttúrusteinn: Tæknin nýtist frábærlega í slípun á erfiðum steinflötum. Fyrirferðarlítið meðan á vinnu stendur og lokanir óþarfar á meðan unnið er.

Sót og bruni: Erfitt getur verið að þrífa sót eftir bruna. Hreinsitæknin sem við beitum hefur þótt einstaklega áhrifarík á þessu sviði.

Efna útfelling: Tæknibúnaðurinn sem við beitum við hreinsun á útfellingu t.d. úr steypu, klæðningu, málmi o.fl.

Flísar - Fúga - Myglusveppur: Hreinsitæknin frá Tornado býður einstakan árangur í þrifum á flísum án þess að skaða yfirborð þeirra. Tæknin nær einnig til fúgu og þrífur þannig bakteríur og erfiða bletti.

Málmar -  Gólfmerkingar: Búnaðurinn okkar gagnast við hrieinsun á flötum líkt og yfirborðsryði, bronslistaverkum, gólfmerkingum o.fl.

Legsteinar - Þrif -  Uppgerð: Erfiðar umhverfisaðstæður fara oft illa með legsteina. Við bjóðum vandaða og árangursríka lausn þegar kemur að þrifum eða slípun legsteina