Veggjakrot - Hreinsun

Highclean býður einstaka lausn þegar kemur að þrifum á veggjakroti. Lausnin fellst í notkun á ACS Tornado tækjabúnaðinum frá þýska framleiðandanum Systeco GmbH. Hreinsibúnaðiurinn er einstakur að því leiti að við þrifin þarf ekki hættuleg hreinsiefni, vatn, sand, háþrýsting, þurrís eða annað sem ýmist er skaðlegt umhverfinu og heilsu starfsmanna - eða krefst mikils undirbúnings og þrifa eftir að vinnu lýkur.

Hreinsitæknin felst í notkun örsmárra granula sem hringrása í lokuðu kerfi og berja á yfirborðinu með um 460 km hraða. Þessi granul eru af mismunandi grófleika allt eftir því hverskonar yfirborð verið er að vinna. Þrif á veggjakroti getur verið mismunandi erfitt, allt eftir því hverskonar efnablanda var í spreybrúsanum sem notaður var og hvaða yfirborð spreyjað var á. Sérfræðingar Highclean hafa góða þekkingu á því hverskonar granul hentar hvaða aðstæðum og hafa frábæra reynslu af notkun ACS Tornado við veggjakrotshreinsun.

Þrífum Veggjakrot

  • Því lengri tími sem líður frá því að veggjakroti (graffíti) er sprautað á yfirborð, því erfiðara verður að ná því
  • Notkun kemískra efna við þrif á veggjakroti (graffiti) getur leitt til þess að liturinn gangi lengra inn í yfirborðið (erfiðara eða ómögulegt að ná því án ummerkja)
  • Veggjakrot þykir oftast sjónmengun og getur leitt til neikvæðra áhrifa í því umhverfi sem það er að finna
  • Veggjakrotarar (graffarar) koma gjarnan aftur til þess að skoða listaverkin sín og sýna öðrum - Ekki leyfa þeim að njóta þess
  • Ef veggjakrot er ekki hreinsað eru líkur á því að veggjakrot aukist á svæðinu
Þrífum veggjakrot (graffiti) af ○Múrsteinum ○ Steypu ○ Gifsi        ○ Náttúrusteini ○ Flísum ○ Plasti ○ Timbri ○ Málmi ○ O.fl. O.fl.

Skoðaðu myndböndin og sjáðu tæknina okkar

Sjón er sögu ríkari..
Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar
S: 537-87878 einnig er hægt að senda fyrirspurnir beint af vefnum með því að smella á takkan hérna: